Eðlileg og sjálfsögð mannréttindi.

Posted by Ragnheidur Olafsdottir on Friday, January 23, 2009

Sem manneskja hef ég rétt til að ... 

- Vera eins og ég er.

- Segja nei án þess að fyllast sektarkennd. 

- Vera meðvituð um og stolt af andlegu atgerfi mínu. 

- Finna til reiði og tjá þá tilfinningu. 

- Biðja um aðstoð, jafnvel þó öll sund virðist lokuð. 

- Mér sé sýnd virðing og komið fram við mig sem fullorðna, heilbrigða manneskju. 

- Taka órökréttar ákvarðanir. 

- Gera mistök og standa ábyrg gagnvart þeim. 

- Skipta um skoðun. 

- Segja: „Ég veit ekki, mér er sama, ég er ósammála og ég skil ekki”. 

- Gefa ekki skýringar, eða biðjast afsökunar, til að réttlæta gerðir mínar. 

- Vænta þess að skoðunum mínum verði sýnd viðeigandi virðing. 

- Virða þarfir mínar til jafns við þarfir annarra. 

- Láta langanir mínar í ljós, jafnvel þó þær ráði engum úrslitum. 

- Vera stolt af líkama mínum eins og hann er. 

- Þroskast, læra og breytast. 

- Virða aldur minn og reynslu. 

- Lifa því trúarlífi sem ég sjálf kýs. 

- Gera stundum kröfur á aðra.

3214495028_bddc702b6b_o.jpg

Mynd eftir Júlíus Sigurjónsson


Við höfum öll réttinn til þess að mótmæla, að berja potta og pönnur er fínt.

Allir með appelsínugula borða eða í appelsínugulum fötum,

við getum miklu meira en þetta og þurfum ekkert að banka á eða berja löggur.

Syngjum það er miklu betra til að ná orkunni upp.
Writings


Ragnheidur who: Storyteller,artist,teacher,mother and much more.

Categories

Make a free website with Yola